#3 Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins

Í þessum þætti spjöllum við Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins, um tækifærin sem breytingaskeiðið býður upp á. Kolbrún er búin að vera að tala um og vinna með breytingaskeiðið í næstum 30 ár og er því með ansi góða og djúpa innsýn í þennan kafla lífs kvenna sem fæðast með æxlunarfæri kvenna. Hún talar bæði um jurtir og viðhorf sem skipta máli til að fara vel í gegnum þetta lífsskeið. 

Om Podcasten

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega. Umsjónakona er Sóley Kristjánsdóttir og tónlist gerði Kristján Steinn Kristjánsson