#5 Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir: "Breytingaskeiðið er tími tækifæranna"

Kristbjörg er yogakennari og blómadropaþerapisti. Hún notaði jurtir þegar hún var á breytingaskeiðið, sauð Maríustakk og setti Hljólkrónu út í. Þá hannaði hún blómadropablöndu fyrir breytingaskeiðið, með Vallhumri og öðrum jurtum, en blómadropar eru jurtir fyrir tilfinningar og hugann. 

“Breytingaskeiðið getur boðið upp á ákveðið andlegt frelsi, andlega vöknun, ef að við erum tilbúnar til að gera það sem þarf”, segir Kristbjörg. 

Jurtirnar sem Kristbjörg talar um og mælir með í þættinum úr íslenskri náttúru eru Vallhumall, Maríustakkur og Klóeltingur. Yogaæfingarnar sem hún talar um í þættinum eru hryggvinda, boginn og bakteygja. 

Om Podcasten

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega. Umsjónakona er Sóley Kristjánsdóttir og tónlist gerði Kristján Steinn Kristjánsson