#6 Hanna Lilja, framkvæmdastjóri lækninga og meðstofnandi Gynamedica: “Þekktu tíðahringinn þinn“

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir er sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og framkvæmdastjóri lækninga og meðstofnandi að Gynamedica, en GynaMEDICA er lækn­inga og heilsumiðstöð fyr­ir kon­ur sem býður upp á heild­ræna fræðslu, ráðgjöf og meðferð fyr­ir kon­ur á breyt­ing­ar­skeiði. Hanna hefur ástríðu fyrir heilsu kvenna á miðjum aldri og hefur á undanförnum árum frætt konur ötullega um breytingaskeiðið. Í þessum þætti tölum við um allskonar er tengist breytingaskeið kvenna, meðal annars einkenni breytingaskeiðs og hormónauppbótameðferðir. Þá minntist Hanna á Lisa Mosconi, en hún er höfundur bókarinnar The XX Brain sem allar konur ættu að lesa. 

Om Podcasten

Tölum um breytingaskeið kvenna án þess að roðna og vörpum á það jákvæðu ljósi. Þær konur sem fæðast með æxlunarfæri kvenna fara á breytingaskeiðið í kringum fertugt. Þá hefst nýr kafli sem markar í raun síðasta þriðjung æviskeið kvenna og við ræðum bara alls ekki nóg um. Þessi þáttasería er innlegg í að auka umræðuna um breytingaskeið kvenna og draga fram fegurðina í því sem framundan er. Rætt er við allskonar konur um breytingaskeiðið, bæði faglega og reynslulega. Umsjónakona er Sóley Kristjánsdóttir og tónlist gerði Kristján Steinn Kristjánsson