#114 Sci-Fi 1 með Tomma Valgeirs

Kvikmyndagagnrýnandinn og ritstjóri Kvikmyndir.is, Tómas Valgeirsson, kíkti aftur til Hafsteins og í tilefni þess að stórmyndin Dune er að detta í bíó þá ákváðu þeir að ræða Sci-Fi myndir.   Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu vanmetin Gattaca er, hvernig margir leikstjórar koma með eina sterka Sci-Fi mynd og síðan ekkert meir, hversu skemmtilegur kvikmyndaheimur er í The Matrix, hversu áhrifamikil Blade Runner er og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus, Doritos frá Ölgerðinni, Subway og Sambíóanna.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.