Fresno í Kaliforníu

Í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarsvæðis heims er borgin Fresno. Umhverfi hennar mótast af milljarðatekjum landbúnaðar og streymi ferðafólks á leið til Yosemite Þjóðgarðsins, en innan borgarmarkanna eru innflytjendamál fyrirferðamikil. Í stuttri heimsókn við upphaf ársins 2017 er ráfað um götur og sögu borgarinnar með aðstoð heimamanna og þess sem fyrir augu ber.

Om Podcasten

Hvað skilgreinir borg og hvernig er saga hennar rituð? Borgarmyndir vefa saman fortíð, samtíð og framtíð borga og gerist þarmeð þáttakandi í að skrásetja söguna. Með frásögnum íbúa, gesta og sagnfræðinnar fær hlustandinn að kynnast borgum víðs vegar um heim frá ólíkum sjónarhornum. Umsjón hefur Svavar Jónatansson.