S04E04 - HEimsókn í Bjórland

Strákarnir fóru að heimsækja Þórgný  Thoroddsen hjá Bjórlandi. Þar var ekki í kot vísað og fóru þeir yfir upphaf og mögulegan endi Bjórlands ásamt ýmsu öðru. Í þessum þætti var ýmislegt smakkað, m.a. Raföl frá A6 brugghúsinu á Akureyri, tilraunabjór frá Steðja, Samstarfsverkefni við Ægisgarð og loks einhver algjör bomba frá Omnipolo.

Om Podcasten

BruggVarpið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar. Báðir eru þeir áhugamenn um bjór, hafa skrifað bók um bjór, drukkið bjór í meira magni en þeir kjósa að viðurkenna og hafa talað um bjór í áratug að minnsta kosti, hvor um sig.