#2 Þuríður Harpa - Formaður Öryrkjabandalags Íslands

Í þættinum fáum við að heyra sögu Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formannis Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands auk þess að vera með díplómu í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands. Líf hennar breyttist á augnabliki þegar að hún datt af hestbaki í Skagafirði og lamaðist fyrir neðan brjóst.

Om Podcasten

Hvað tekur við ÞEGAR þú lendir í einhverju sem snýr tilverunni á hvolf? Þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.