#3 Evelyn Ýr, menningarfræðingur, ferðaþjónustubóndi, leiðsögukona og kennari

Þegar múrinn fell í Austur Þýskalandi 9. nóvember 1989, var Evelyn Ýr 16 ára, eldri bróðir hennar flúinn land með Stasi leyniþjónustuna á hælunum.

Þegar Evelyn Ýr Kuhne ferðaðist til Íslands í fyrsta sinn, fyrir 24 árum, átti hún ekki von á að finna ástina á hestbaki og setjast að á Lýtingsstöðum, langt úr alfararleið í Skagafirði . Þegar lífið tekur óvænta stefnu er eins gott að sitja vel í ístaðinu .

Evelyn Ýr, menningarfræðingur, ferðaþjónustubóndi, leiðsögukona og kennari sest í stólinn hjá Maríu Björk í Þegar.

Om Podcasten

Hvað tekur við ÞEGAR þú lendir í einhverju sem snýr tilverunni á hvolf? Þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.