#6 Helena Dejak og Sigurður Aðalsteinsson - Grænland

Þegar Helena Dejak flaug með manninum sínum, Sigurði Aðalsteinssyni yfir litla þorpið Iittoqqortomiit á austurströnd Grænlands í fyrsta sinn fyrir nærri 30 árum, trúði hún ekki að nokkur maður byggi þarna.

Fimm árum seinna höfðu þau keypt sér hús á Uunartoq og hafa síðan notið hvers dags sem þau eru þarna. Við heimsækjum þau á ísbjarnaslóðir í næsta þætti ÞEGAR og kynnumst ævintýrunum sem þau hafa skapað og lent í.

Om Podcasten

Hvað tekur við ÞEGAR þú lendir í einhverju sem snýr tilverunni á hvolf? Þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.