36) Fljúgum hærra - Grace Slick (Jefferson Airplane)

Grace Slick var í miðri hringiðu psychedelic tónlistarsenunnar í San Francisco um miðjan sjöunda áratuginn. Hún spilaði með hljómsveit sinni Jefferson Airplane á Woodstock og á hinu fræga Monterey festivali 1967.Hún verður svo óvænt 80´s poppstjarna komin á fimmtugs aldurinn þannig að tónlistin hennar er spiluð bæði af hippakynslóðinni og MTV kynslóðinni.Richard Nixon, Hells Angels og veitingahúsakeðjan alræmda Chick-fil-A koma líka við sögu.

Om Podcasten

Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum. Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun. Hlaðavarpið þeytir hlustandanum inn í heim kvenna sem vilja fljúga hærra… samt ekki á galdrakústi.- - - - - - - - - - - Hér er svo Facebook síðan okkar þar sem hægt er að finna playlista, myndir og ýmislegt annað tengt podcastin. https://www.facebook.com/fljugumhaerrapodcast