#39 – Sóknarhugur og uppbygging Icelandair á ný – Jens Bjarnason

Rætt er við Jens Bjarnason framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair um uppbyggingu félagsins sem nú stendur yfir. Jens segir félagið í sóknarhug og menn vilji vanda sig við að endurreisa og stækka fyrirtækið. Hann hefur verið viðloðandi flugrekstur áratugum saman og gengt ýmsum störfum fyrir Icelandair og fleiri á sínum ferli. Jens er doktor í verkfræði, með óbilandi áhuga á flugi og er bjartsýnn á að umsvif Icelandair muni vaxa hratt þegar kófinu slotar. Tækifærin blasi við.

Om Podcasten

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.