Pönk í Peking 北京朋克

Pönkið er ekki dautt og hefur fengið nýtt líf í grámyglu Peking borgar á 9. áratug 20. aldar. Saga pönk tónlistar í Peking er ekki löng. Hún er rétt um 25 ára gömul og á þeim tíma sem þessi áhugaverða tónlistarstefna hefur þróast hafa hundruðir ungra manna og kvenna gengið saman hönd í hönd og búið til óhefðbundna tónlist sem er á útjaðri þeirrar popp menningar sem kraumar í þessu fjölmennasta ríki heims. En bíddu, var ekki pönk tónlist bara vinsæl á 80. áratuginum í Evrópu? Var þetta ekki bara lítill hópur í London að ibba gogg? Af hverju er verið að framleiða pönktónlist í Kína? Hvernig getur fólk ennþá verið að búa til pönk í dag og hvað í anskotanum er pönk?

Om Podcasten

Í aust­­­­­ur­­­­­vegi er hlað­varps­þáttur sem fjallar um Kína og menn­ingu lands­ins. Í þátt­unum eru helstu sér­­­­­fræð­ingar lands­ins þegar það kemur að mál­efnum Kína og Íslands fengnir til við­tals. Einnig birt­­­­­ast pistlar um sagn­fræði, menn­ingu Kína og hina ýmsu áhuga­verðu ein­stak­l­inga sem koma það­­­­­an. Umsjón með hlað­varp­inu hafa Magnús Björns­­­­­son, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Dan­íel Berg­­­­­mann.