Orð um bækur og bókaútgáfu utan alfaraleiðar

Í þættinum er að þessu sinni rætt við Hjört Pálsson um þýska þýðingu Gerts Kreutzer á stórum hluta ljóðasafns Hjartar frá árinu 2016 og ber safnið titlinn Jahreszeitengesänge eða Árstíðarsöngvar. Þá er í þættinum rætt við ítalska rithöfundinn Valerio Gargiulo sem hefur sent frá sér í íslenskri þýðingu Jakobs Fannars Stefánssonar fyrstu bók í þríleik um persónuna Valentino Voto. Bókin heitir Ótrúlegt ferðalag Lunda frá Napóli en hinar tvær bækur þríleiksins eru enn sem komið er aðeins fyrirliggjandi á ensku og heita Back to Thule og The Diabolical Miracles of Vesturbær. Að endingu er rætt við Ara Blöndal Eggertsson sem rekur bókaútgáfuna Hringaná auk þess að stunda þýðingar. Rætt er viið Ara um útgáfuna og um skáldsöguna Systir mín raðmorðinginn eftir nígeríska rithöfundinn Oyinkan Brathwaite. Lesari í þættinum er Gunnar Hansson

Om Podcasten

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.