#44 „Þetta er klárlega ekki komið“ - Hinsegin dagar, Ásgeir Helgi Magnússon

„Við erum að sjá börn og ungmenni koma snemma út úr skápnum í faðmi fjölskyldu og vina og geta áttað sig á tilfinningum sínum með þeim.“, segir Ásgeir Helgi Magnússon formaður Hinsegin daga sem fara fram dagana 3. til 8. ágúst með allskyns viðburðum, þrátt fyrir að ekkert verði af Gleðigöngunni vegna samkomutakmarkanna. Þótt Ísland standi framarlega í jafnréttismálum segir Ásgeir Helgi að enn vanti margt upp á í lagaumhverfinu, sem tengist hinsegin fólki og að við þurfum stöðugt að vera á varðbergi fyrir mannréttindum fólks. Það sjáist best á löndum á borð við Pólland og Ungverjaland þar sem verulega er vegið að hinsegin fólki. Hinsegin dagar, árangur og bakslag í baráttu hinsegin fóks, hómófóbía, fordómar og leiðir sem gagnkynhneigt fólk getur farið til að styðja við mannréttindi og hinsegin fólk er umræðuefni 44. þáttar Karlmennskunnar. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson (Karlmennskan) Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli Þátturinn er í boði Macland, Veganbúðarinnar og The Body Shop.

Om Podcasten

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.