Japönsk menning, Ekki gefast upp og virðing á vinnustað

Gunnella Þorgeirsdóttir er aðstoðarprófessor við Háskóla Íslands og yfir rannsóknum á japönskum fræðum. Hún tók ástfóstri við Japan þegar hún fór þangað sem skiptinemi fyrst allra Íslendinga og sækir landið heim að minnsta kosti árlega. Nú er hún einmitt nýkomin heim úr langþráðri heimsókn, þeirri fyrstu eftir covid. Gunnella kom í þáttinn og fræddi okkur um Japan og sína ástríðu á landinu og menningu þess. Við töluðum svo við Alexöndru Sif Herleifsdóttur íþróttafræðing um námskeið á vegum Ekki gefast upp! sem er líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem að eru að glíma við andlega vanlíðan, þunglyndi, félagsfælni eða kvíða. Sem sagt fyrir börn og ungmenni sem hafa annaðhvort ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða að þeim vantar umhverfi þar sem skrefið að gera líkamsrækt að hluta af sínu lífi er stytt til muna. Alexandra sagði okkur meira frá þessu í þættinum. Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, kom til okkar í dag, en hann hefur verið hjá okkur undanfarna þriðjudaga. Hann hefur frætt okkur um meðvirkni, starfsánægju og mismunandi persónuleika á vinnustað. Og í dag sagði hann okkur frá virðingu á vinnustaðnum. Hvernig virðing gagnvart öðrum tengist okkar eigin sjálfsvirðingu og hvað gerist ef hún er er ekki nógu góð. UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.