Jóel Pálsson föstudagsgestu og franskt matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Jóel Pálsson tónlistarmaður og framkvæmdarstjóri. Hann hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi og hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á ólíkum sviðum tónlistar. Hann hefur leikið á fjölda hljómplatna og komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Kína á tónleikum og tónlistarhátíðum. Jóel hefur gefið út 7 hljómplötur í eigin nafni með frumsaminni tónlist. Hann hefur verið meðlimur í Stórsveit Reykjavíkur frá stofnun hennar. Jóel hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin sex sinnum fyrir plötur sínar og verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs tvisvar, árin 2011 og 2016. Auk tónlistarstarfa stofnaði Jóel, ásamt eiginkonu sinni Bergþóru Guðnadóttur, hönnunarfyrirtækið Farmers Market ? Iceland. Hann sinnir rekstri þess meðfram tónlistarstörfum sínum. Við fengum hann til að segja okkur frá æsku sinni og uppvexti og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Í matarspjalli dagsins hringdum við í Sigurlaugu Margréti þar sem hún er stödd í borg ljóssins, París, og fengum hana til að segja okkur aðeins til dæmis frá herra Fernand, sem gerir heimsfrægt beouf bourguignon og svo velti hún því fyrir sér hvað Frakkar tala um þegar þeir fara út að borða. Sem sagt franskt matarspjall frá París í dag. _________________________________________ Tónlist í þættinum: Tjörn eftir Jóel Pálsson Geigun eftir Jóel Pálsson, texti eftir Þórarinn Eldjárn, söngur Valdimar Guðmundsson Waterfall með hljómsveitinni Hjaltalín, lag eftir Hjört Ingva Jóhannsson og texti eftir Sigríði Thorlacius UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.