Siðfræði dýra, póstkort frá eyjum og Esjuhátíð

Í þætti gærdagsins var meðal annars rætt um aðbúnað lítilla gæludýra á borð við hamstra og út frá því vildum við halda áfram að velta fyrir okkur hvernig við hugsum um ólík dýr út frá stærð og já notagildi. Eru minni dýr minna virði? Við fengum til okkkar Gunnar Theódór Eggertsson rithöfund og doktor í bókmenntafræði en í doktorsritgerð sinni tók hann einmitt á framsetningu dýra í bókmenntum, tungumáli og menningu og út frá doktorsverkefninu skrifaði hann svo skáldsöguna Sláturtíð. Sumarið kom um liðna helgi til Eyja og Magnús segir frá þeirri miklu traffík sem myndaðist í miðbænum og það var líf og fjör. Apabóla er nýjasta orðið í íslensku og Magnús rekur aðeins sögu apabólusóttarinnar sem hófst í Danmörku 1958. Svo er það barnavinna sem hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Magnús sagði frá vinnu sinni sem barn austur á Seyðisfirði á síldarárunum. Esjuhátíð Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldin á morgun uppstigningardag. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu útivistarmöguleikum sem finna má á útivistarsvæðinu. Mjög mikill fjöldi gengur upp að Steini en færri vita að leiðir í Esjuhlíðum eru fjölmargar. Vaxandi áhugi á útivist auk ótvíræðs lýðheilsugildis svæðisins gerir það að spennandi útivistarparadís og það er meira að segja hægt að komast að Esjunni í strætó. VIð heyrðum í Auði Kjartansdóttur framkvæmdastjóra félagsins hér á eftir.

Om Podcasten

Um litróf mannlífsins. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.