Erfið staða í sænskum stjórnmálum

Fákeppni ríkir í sölu á helstu vörum og þjónustu og vísbendingar eru um samkeppnishindranir. Þetta kom fram í máli forstjóra Samkeppniseftirlitsins á Morgunvaktinni í síðustu viku í viðtali um mikilvægi heilbrigðrar samkeppni. Hvernig blasa þessi mál við formanni Neytendasamtakanna? Við ræddum þessi mál við Breka Karlsson, og við töluðum líka um verðbólguna og vaxtahækkanirnar að undanförnu. Ómögulegt er að segja til um hvort næsta ríkisstjórn Svíþjóðar verður til hægri eða vinstri. Allt er hnífjafnt eftir kosningarnar í gær, en einu þingsæti munar á blokkunum eins og er. Ljóst er að stjórnarmyndun verður snúin. Við fórum yfir úrslitin og greinum stöðuna með Gunnhildi Lily Magnúsdóttur stjórnmálafræðingi. Í fjörutíu ár hefur Þórir Guðmundsson ferðast um allan heim, ýmist sem fjölmiðlamaður eða hjálparstarfsmaður. Hann hefur kynnst venjulegu fólki í óvenjulegum og stundum ótrúlegum aðstæðum, fólki sem tekst á við náttúruhamfarir, stríð og fátækt. Hann segir sögur þessa fólks í nýrri bók, Í návígi við fólkið á jörðinni, og kom til okkar og sagði frá. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: (What a) Wonderful World - Sam Cooke Öppna landskap - Ulf Lundell

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.