Fjárlagafrumvarp, Heimsgluggi og þátttaka barna í ákvarðanatöku

Fjármálaráðherra mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á þingfundi í dag. Eftir snarpa fyrstu umræðu gengur frumvarpið til fjárlaganefndar og ef að líkum lætur tekur það þar nokkrum breytingum áður en það verður að lögum. Við fjölluðum um fjárlagafrumvarpið, tekjur og útgjöld ríkissjóðs, skattheimtu og þjónustu. Gestir okkar voru fjárlaganefndarfólkið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir VG og Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins. Líklegt er að mynduð verði minnihlutastjórn á hægri vængnum eftir að niðurstöður kosninganna í Svíþjóð urðu ljósar í gærkvöldi. Hægri blokkin hafði betur og Magdalena Anderson mun segja af sér sem forsætisráðherra. Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi um sænsk stjórnmál og stöðu innrásarinnar í Úkraínu. Börn eru þátttakendur í samfélaginu með ýmsum hætti, og margt af því sem fullorðna fólkið ákveður hefur veruleg áhrif á börn. Eiga þau að fá fleiri tækifæri til að hafa áhrif á líf sitt og annarra? Og hvernig þá? Það var umræðuefnið þegar Hanna Borg Jónsdóttir frá UNICEF kom til okkar. Börn hafa almennt mikinn áhuga á umhverfi sínu og vilja hafa áhrif. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: New world in the morning - Roger Whittaker Á Sprengisandi - Guitar Islancio Ég á lítinn skrýtinn skugga - Björgvin Halldórsson Kringlubarnið - Snorri Helgason, Saga Garðarsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.