Nýr formaður, Heimsglugginn og kveðjustund Federer

Sveitarstjórnarfólk er nú samankomið á Akureyri og ræðir þar ýmis málefni sveitarfélaganna en Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur nú yfir. Þingið hófst í gær og stendur fram á föstudag undir yfirskriftinni grunnur að góðu samfélagi. Við fjölluðum um málefni sveitarfélaganna fengum til okkar í hljóðstofu á Akureyri Heiðu Björgu Hilmisdóttur, en hún tekur formlega við sem formaður sambandsins á þessu þingi. Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggan að venju og fjallar um bresk stjórnmál og lekana á Nord Stream gasleiðslunum. . Ný ríkisstjórn Liz Truss hefur kynnt gerbreytta efnahags- og skattastefnu í Bretlandi, og það er óhætt að segja að áformin hafi valdið glundroða í bresku efnahagslífi. Hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra hafa tjáð sig um stöðuna síðustu daga, þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og viðvaranir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Að lokum var tennis til umfjöllunar. Stórar fréttir bárust úr tennisheiminum í síðustu viku þegar svissneski tennisspilarinn Roger Federer kvaddi keppnisvöllinn. Við rýndum í þennan atburð og fengum til þess Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, en Jónas veit sitthvað um tennisíþróttina og hefur lengi verið mikill aðdáandi Federer. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.