Alþingi sett og fjárlagafrumvarp kynnt

Hallinn á ríkissjóði verður 89 milljarðar á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Það er drjúgur halli en talsvert minni en áætlað var í ár og raunar stefnir í að afkoma ríkissjóðs verði talsvert betri í ár en áætlað var. Af alls þrettán hundruð milljarða króna útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári fara 852 í heilbrigðismál. Skuldir ríkissjóðs halda áfram að aukast en lækka sem hlutfall af landsframleiðslu. Eitt og annað forvitnilegt er að finna í fjárlagafrumvarpinu, sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir. Alþingi verður sett í dag, forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína annað kvöld og umræður um fjárlögin hefjast á fimmtudag. Allt er þetta með hefðbundnum hætti. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir hefur á löngum ferli í fréttunum fylgst grannt með þinginu, hún var með okkur og ræddi vítt og breitt um löggjafarsamkomuna og stjórnmálin. Og svo eru það þýsk málefni; Arthúr Björgvin Bollason sagði í dag frá rekstrarvanda og gjaldþrotum lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Þýskalandi og fjallaði líka um fyrirhugaða lögleiðingu kannabisneyslu sem sumum líst miður vel á. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Gamle ven - Silje Nersgaard Þingmannagæla - Bubbi Morthens

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.