Englandsdrottning, útlendingar, ferðamenn og íslenskan

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir blaðamaður í Edinborg sagði frá viðbrögðum Skota og annarra Breta við dauða Elísabetar Englandsdrottningar en Elísabet lést síðdegis í gær í kastala konungsfjölskyldunnar í Balmoral í Skotlandi. Um fjórðungur fólks á vinnumarkaði eru útlendingar og allt stefnir í að hlutfallið eigi bara eftir að hækka. Eitt þeirra fyrirtækja sem hefur leitað eftir sérfræðingum erlendis frá er líftæknifyrirtækið Alvotech. Birna Björnsdóttir, sem heldur utan um komu þeirra til Íslands, fór yfir það hvernig staðið er að móttöku erlendra starfsmanna hjá fyrirtækinu. Tæplega helmingur starfsmanna Alvotech eru útlendingar og eru Indverjar fjölmennastir. Nýjar spár um umferð um Keflavíkurflugvöll eru bjartsýnari en áður. Það er þó töluverð óvissa í loftinu, meðal annars vegna ástands mála í Bretlandi, þaðan sem margir ferðamenn til Íslands koma. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir horfur í ferðaþjónustu sem og vinsældir ferðalaga til Tenerife og skíðaferðir í Alpana. Ármann Jakobsson prófessor við Háskóla Íslands velti vinsældum íslenskunnar fyrir sér í grein á Vísi í vikunni. Þar kemur fram að rannsóknir sýni að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ármann telur að það eigi að beita refsingum þegar kemur að brotum á lögum er varða íslenskuna.

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.