Heilbrigð samkeppni vinnur gegn verðbólgu

Rætt var um gildi og gagn samkeppni á helstu mörkuðum fyrir land og þjóð. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir fákeppni ríkja á ýmsum sviðum samfélagsins og mikilvægt sé að eigendur fyrirtækja hugsi um almannahag en ekki bara eigin. Borgþór Arngrímsson fór yfir það sem er eftst á baugi í Danmörku. Það styttist í kosningar þar en kjördagur hefur ekki verið ákveðinn. Í tilefni sjötugsafmælisins á sunnudaginn hefur Kristinn R. Ólafsson sent frá sér smásagnasafn á íslensku og spænsku. Hann sagði frá sögunum og spjallaði um tungumálin tvö. Tónlist: You send me - Sam Cook, Ingen som dig - Bamses Venner, Þú gleður mig Gunna - Hrafnar. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.