Heilsufar landans, slysaæfingar í göngum og Karlar fyrri tíma

Sumri er tekið að halla og fram undan er haustið. Þeirri annars ágætu árstíð geta fylgt umgangspestir af ýmsu tagi ? og við heyrum í kringum okkur að margir eru hóstandi og hnerrandi þessa dagana. Við spjölluðum um almennt heilsufar við Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar Karl Bretaprins varð konungur Bretlands í síðustu viku varð hann Karl þriðji. En hverjir voru nafnar hans; Karl fyrsti og Karl annar? Þeir voru feðgar og ríktu á sautjándu öld - þó ekki hvor á eftir öðrum. Báðir voru í embætti í um aldarfjórðung en afrekuðu fátt. Vera Illugadóttir sagði frá. Rúmur tugur jarðganga er á Íslandi og mörg hver komin til ára sinna. Sum uppfylla ekki nútíma kröfur um öryggi. Það skiptir máli að slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar kunni til verka ef slys verða í jarðgöngum. Umfangsmikil æfing við slíkar aðstæður var haldin í Vaðlaheiðargöngum í gær. Við forvitnuðumst um hana í dag þegar Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður á Akureyri, ræddi við Ólaf Stefánsson slökkviliðsstjóra. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Buttons and bows ? Dinah Shore and Her happy Valley boys Komdu inn í kofann minn ? KK og Magnús Eiríksson Greensleeves ? The King?s singers What shall we do with the drunken sailor ? The King?s singers I got you babe - Sonny & Cher

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.