Íslensk og ítölsk stjórnmál og hjólabærinn Akureyri

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur þáttarins og ræddi um áherslur sínar og sýn í stjórnmálunum. Hún var líka inn viðbragða við árásinni sem hugsanlega var yfirvofandi á Alþingi og lögreglu og jafnvel fleiri stofnanir en lögreglu tókst að afstýra með handtökum á þriðjudaginn. Kosið verður á Ítalíu á sunnudag. Kannanir benda til að flokkur Giorgiu Meloni fái mest fylgi og hún verði forsætisráðherra. Það er gott að hjóla og þeim fjölgar sem nota reiðhjól sem farartæki til að komast á milli staða. Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar, og Rögnvaldur Már Helgason, frá Hjólreiðafélagi Akureyrar, töluðu um ágæti hjólreiða og aðgerðir bæjarins til að auðvelda fólki að ferðast um á reiðfáki. Tónlist: Honky tonk blues - Hank Williams, Take this chains from my heart - Hank Williams, Non ho l'etá - Gigliola Cinquetti, Heyr mína bæn - Elly Vilhjálms. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Gígja Hólmgeirsdóttir.

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.