Þjóðhagsspá, skoðanakúgun og norrænt samstarf

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka var til umfjöllunar í spjalli við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans. Bankinn spáir að verðbólga og vextir taki að lækka á næsta ári. Gjaldtaka af fiskeldi og eignir Íslendinga í útlöndum voru einnig til umfjöllunar. Íslendingar - eða íslenskir aðilar, eins og það er orðað í gögnum Hagstofunnar - eiga 676 milljarða króna í útlöndum og eru þá eignir lífeyissjóðanna ekki taldar með. Í Þýskalandsspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason frá nýútkominni bók þar sem fjölmiðlar fá á baukinn fyrir að gera ekki skil skoðunum og sjónarmiðum sem ekki þykja æskileg (e. main stream). Höfundar hennar átelja fjölmiðla fyrir að hleypa aðseins að skoðunum sem "fjöldinn" aðhyllist og stunda þannig skoðanakúgun. Bókin hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi. Aldarafmæli Norræna félagsins á Íslandi er fagnað um þessar mundir. Af því tilefni kom Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, varaformaður félagsins, í þáttinn og ræddi um ágæti norræns samstarfs. Tónlist: Julia - Bítlarnir, Hala ste ra ndermend per mu - Mazllum Mejzini, Nesten Hjemme - Ane Brun og Turab, Hvilelöse hjerte - Kim Larsen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.