Nýr forsætisráðherra Bretlands, Berlínarspjall og afkoma Reykjavíkur

Bretar hafa fengið nýjan forsætisráðherra. Liz Truss er 47 ára og þriðja konan til að gegna embættinu. Hún hefur setið á þingi í tólf ár og verið ráðherra meira og minna í tíu ár. Sigrún Davíðsdóttir sagði okkur frá Liz Truss, nýjum leiðtoga fimmta helsta efnahagsveldis heims. Rekstur Reykjavíkurborgar var í bullandi mínus á fyrri helmingi ársins, öfugt við það sem ráðgert var. Fleiri fjölmenn sveitarfélög eru í sömu sporum. Hvað skýrir hallann? - Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, greindi þetta með okkur og sagði líka frá mokgróða Landsvirkjunar á sama tímabili. Og frá Þýskalandi er það helst títt að ríkisstjórnin ætlar að létta undir með fólki í dýrtíðinni og veita 65 milljörðum evra til almennings til að mæta verðhækkunum. Arthúr Björgvin Bollason ræddi þetta í Berlínarspjalli dagsins. Við sögu komu líka Hans-Cristian Ströbele, stjórnmálamaður sem lést á dögunum og hin ljúffenga karrý-pylsa sem Þjóðverjar eru sólgnir í. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Patricia - Perez Prado Kaaw bloed - Anneke van Giersbergen Leysing - Ragnheiður Gröndal You're my best friend - Queen

Om Podcasten

Helstu mál líðandi stundar krufin til mergjar. Umsjón með Morgunvaktinni hafa Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.