Rjúpur, andfélagsleg nethegðun, ruslarabb og Páll Líndal

Fyrr í þessum mánuði var sagt frá því að viðkoma rjúpu hefði verið slök sumstaðar á landinu en útlitið í vor þótti býsna gott. Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur rannsakað stöðu rjúpnastofnsins og horfur og kemur með nýjustu fréttir. Hrafnhildur Sigmarsdóttir ráðgjafi á Stígamótum var kölluð kolklikkuðkunta á kommentakerfinu eftir að hafa skrifað grein um kynferðisofbeldi. Hún ákvað að í stað þess að leiða þetta hjá sér, að skrifa aðra grein og orðræðu- og atferlisgreina niðrandi upphrópanir og dónaskap sem er svo algengur á samfélagsmiðlum. Ruslarabb Páll Líndal umhverfissálfræðingur með pistil.

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.