Þvottahúsið#55 Berglind Rúnars um DMT öndun og ástar og kynlífsfíkn

Öndunarþjálfinn Berglind Rúnarsdóttir var gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í Þvottahúsinu. Hún er ástar- og kynlífsfíkill í bata og kennir fólki að öðlast hugarró, tækla streituna og læra að elska sig. Þau ræða um þráhyggjuna, hneigðina til að fara hratt úr einu sambandinu í annað, óttann, kvíðann og viðkvæma egóið, hvernig hún fór á botninum í samtök ástar- og kynlífsfíkla og hóf að þroskast þar. https://www.brglndyoga.is

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.