3. Eydís Hrönn - 6 börn og 3 stjúpbörn

Vá, þessi þáttur. Eydís er svo skemmtileg og segir svo skemmtilega frá öllum þessum fæðingum. Hún er sem sagt búin að eiga sex börn og á líka þrjú stjúpbörn. Við ræddum um allar fæðingarnar sex, hvernig hennar upplifun var af þeim, hversu langar þær voru og svo auðvitað hversu ólíkar. Hún talar um þetta allt saman á mjög opinn og skemmtilegan hátt, enda er ekki annað hægt þegar þetta umræðuefni er annarsvegar. Svo ræddum við auðvitað um eitt allra mesta tabúið og það er kúkurinn góði sem fylgir jú flestum fæðingum, hvort sem manni líkar betur eða verr.  Þátturinn er í boði DIMM og Litla gleðigjafans - 20% afsláttur með kóðanum 10 hjá Litla gleðigjafanum út mars 2020. 

Om Podcasten

10 í útvíkkun eru þættir sem fjalla um fæðingarsögur og allt mögulegt sem tengist því. þar verður rætt við mömmur, pabba og fagfólk um þeirra upplifun af þessu skemmtilega og já, stórskrýtna ferli.