7. Dominique - Bráðakeisari og meðgöngusykursýki

Gestur þáttarins heitir Dominique og hún ætlar að segja okkur frá sinni fyrstu fæðingu. Við förum í gegnum allt ferlið og ræðum ítarlega hennar upplifun á fæðingunni og hvað hún og maðurinn hennar gengu í gegnum.  Þetta er vægast sagt átakanleg saga en sem betur fer er drengurinn þeirra heilbrigður. Hún lagði upp með það að fæða í Björkinni og hóf þann undirbúning en meðgöngusykursýki setti risa stórt strik í reikninginn og hafði svakaleg áhrif á það hvernig fæðingin þróaðist. Mögnuð saga sem hún segir svo vel og fallega frá. Þátturinn er í boði DIMM - dimm.is. 

Om Podcasten

10 í útvíkkun eru þættir sem fjalla um fæðingarsögur og allt mögulegt sem tengist því. þar verður rætt við mömmur, pabba og fagfólk um þeirra upplifun af þessu skemmtilega og já, stórskrýtna ferli.