#15 Katrín Björgvinsdóttir - leikstjóri

Baldvin Z hoppandi upp og niður af gleði og Katrín Björgvins grátandi á gólfinu fyrir framan heilt framleiðsluteymi seríunnar "Réttur", ónýtur bílafloti á setti og leikarar hræddir um líf sitt. Allt þetta og meira til í þessu stórskemmtilega viðtali við Katrínu Björgvinsdóttur sem útskrifaðist nýlega sem leikstjóri frá Den danske filmskole. Tónlist: "Hero" eftir Hauk Karlsson haukur@haukurkarls.com

Om Podcasten

180⁰ Reglan er spjallþáttur í umsjón Freyju Kristinsdóttur. Í þættinum ræðir Freyja við fólk sem starfar á ólíkum vettvangi í kvikmyndageiranum á Íslandi, fær innsýn í feril viðmælenda og þeirra sýn á bransann hér á landi. Viðmælendur eru úr öllum áttum, en reglan er sú að hafa jafnt kynjahlutfall viðmælenda í þættinum.