#17 Birta Rán Björgvinsdóttir - tökumaður

Birta Rán Björgvinsdóttir skaut á dögunum tónlistarmyndband sem hefur fengið 2 milljónir áhorfa á einungis 3 vikum. Birta hefur skotið fjöldan allan af tónlistarmyndböndum, en auk þess hefur hún séð um kvikmyndatökuna í ýmsum stuttmyndum og auglýsingum. Svo má ekki gleyma ljósmyndunum, en Birta sérhæfir sig í afar listrænum sjálfsmyndum. www.birtaran.com instagram.com/birtarnb www.youtube.com/user/birtarnb www.andvarinn.com   Tónlist: Think about things eftir Daða Frey Pétursson, söngur - Fríða María Ásbergsdóttir

Om Podcasten

180⁰ Reglan er spjallþáttur í umsjón Freyju Kristinsdóttur. Í þættinum ræðir Freyja við fólk sem starfar á ólíkum vettvangi í kvikmyndageiranum á Íslandi, fær innsýn í feril viðmælenda og þeirra sýn á bransann hér á landi. Viðmælendur eru úr öllum áttum, en reglan er sú að hafa jafnt kynjahlutfall viðmælenda í þættinum.