#41. ADHD, áföll, andleg heilsa, vitundavíkkandi efni o.fl. með Haraldi Erlends geðlækni
Gestur þáttarins í dag er Haraldur Erlendsson Geðlæknir. Fæddur í Kaupmannahöfn og uppalinn í Reykjavík. Útskrifaður úr læknadeild háskóla Íslands Tók nám í taugalækningum í London og lærði síðan geðlækningar í Bretlandi um árið 2000. Haraldur starfaði í rúm 10 ár sem geðlæknir í bretlandi þar til hann flutti til íslands árið 2012 og tók þar við störfum sem yfirlæknir og forstjóri á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði en hefur í dag hafið sinn eigin stofurekstur í kópavogi. Hann heldur einnig uppi vefsíðunni www.télos.is Haraldur er einstaklega áhugaverður maður að ræða við. Uppfullur af fróðleik, visku og augljósri ástríðu fyrir starfi sínu. Við könnuðum ýmsar hliðar á mismunandi málefnum og köfuðum meira að segja út í umdeilt málefni um notkun vitundavíkkandi efna eins og LSD eða sveppa sem meðferðartól í geðlækningum og sálfræði. Haraldur hefur síðastliðin ár verið að viða að sér nýjustu fræðum þessara efna og vill meina að þetta gæti verið virkilega öflugt og jafnframt skaðlaust tól til bættrar andlegrar heilsu fólks. ----------------- Samstarfsaðilar þáttarins: www.sportvorur.is - ON skór www.360heilsa.is/fyrirlestrar - Bókaðu fyrirlestur fyrir þitt fyrirtæki