Jafnvægi og heilsa með Arnóri Svein Aðalsteins
Gestur þáttarins er fótboltamaðurinn, kennarinn og heimspekingurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Arnór er einn af mínum uppáhalds mönnum til að ræða við. Hann hefur gaman af því að pæla í hlutunum og því langaði mig að fá hann í þáttinn til að ræða um "jafnvægi" og hvað það þýðir í tengslum við heilsu. Jafnvægi er bæði víðtækt og afstætt hugtak sem er oft notað í heilsugeiranum. En hvað þýðir það raunverulega og hvernig getum við öðlast meira jafnvægi til að öðlast betri heilsu? Skráðu þig í áskrift til að fá aðengi að öllum þáttum 360 Heilsu: www.patreon.com/360heilsa