Lífrænt líf með Önnu Maríu Björns

Gestur þáttarins er Anna María Björnsdóttir. Anna María er alveg einstök áhugamanneskja um lífræna ræktun og áhrif hennar á heilsu fólks og umhverfisins og hefur hún s.l tæp 2 ár verið að vinna að heimildarmynd um lífræna ræktun á íslandi. Í þættinum spyr ég hana spjörunum úr og við förum yfir allt sem viðkemur lífrænni ræktun og af hverju hún ætti að skipta okkur öll máli.

Om Podcasten

Hér finnur þú allt sem snýr að bættri heilsu, bættum árangri og betri líðan. Hlustaðu á viðtöl við allskyns sérfræðinga á sviði líkamsræktar og heilsu til að fá nýjustu upplýsingar og vísindi beint í æð.