14. Sigurjón Þórðarson - Capacent

Sigurjón starfar sem ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun hjá Capacent. Sigurjón segir okkur skemmtilega sögu frá því hvernig hann byrjaði að sinna hópeflisstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja. Hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og við ræddum meðal annars hvaða styrkleika stjórnandi þarf að hafa. Stefnumótun er einnig ofarlega í huga Sigurjóns og þar fórum við yfir helstu atriði sem eru mikilvæg ef það verkefni á að heppnast vel.

Om Podcasten

Þættirnir fjalla um mannauðsmál í víðu samhengi. Rætt er við mannauðsstjóra, ráðgjafa og aðra sérfræðinga á sviði mannauðsmála þar sem farið er yfir feril viðmælenda og þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni.