34. Elísabet Helgadóttir - Icelandair

Gestur þáttarins er Elísabet Helgadóttir en hún er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Icelandair. Félagið hefur vægast sagt þurft að takast á við ýmsar áskoranir seinustu tvö ár eins og mörg önnur fyrirtæki. Í þættinum spjöllum við Elísabet um þær áskoranir sem félagið hefur þurft að takast á við ásamt því að vera í kjaraviðræðum, huga að fjarvinnu og endurskipulagningu félagsins. Það er eiginlega hálf ótrúlegt að félagið hafi náð að halda velli í gegnum þessa veirutíma en Elísabet segir að það hafi reynst langbest að nýta hugarfar Pollýönnu á þessum tímum og að virkja upplýsingaflæði til starfsmanna þegar mesta óvissan stóð yfir. Allt um þetta og meira til í þessum frábæra þætti. Þátturinn er í boði Akademias, Alfreð, Moodup og Origo. 

Om Podcasten

Þættirnir fjalla um mannauðsmál í víðu samhengi. Rætt er við mannauðsstjóra, ráðgjafa og aðra sérfræðinga á sviði mannauðsmála þar sem farið er yfir feril viðmælenda og þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni.