#5: Arnhildur Anna - Hugarfar í kraftlyftum og hin fullkomna hnébeygja

Arnhildur Anna Árnadóttir er viðmælandi minn í þessum þætti. Hún er 27 ára félagsfræðingur og förðunarfræðingur, ljúf og kát en ekki síst magnaður íþróttamaður og hefur stundað kraftlyftingar í nokkur ár. Þar sem hún er sérfræðingur í að lyfta þungu spurði ég hana út í kraflyfturnar þrjár, hugarfar, litlu atriðin og svo leiddi hún mig í gegnum sína fullkomnu hnébeygju. Hún segir frá muninum á því að taka styrktaræfingu og Max-æfingu ásamt því hvernig hún stillir sig inn fyrir slíka æfingu. Um er að ræða spjall sem gírar þig í gang fyrir næstu (þungu) æfingu. Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

Om Podcasten

Hlaðvarpsþáttur í stjórn Birnu Maríu Másdóttur þar sem hún fær til sín góða gesti til að tala um íþróttir, heilsuna, mataræði eða bara eitthvað aðeins meira en bara GYM. Hoppaðu á GYM-vagninn!