Ásdís María

Ásdís María er söngdrottning (hún keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins áður en það var nett að gera það), lagahöfundur sem býr í Berlín og ógeðslega fyndin gella. Salka og Ásdís kynntust þegar Ásdís kyssti strákinn sem Salka var að deita, óafvitandi. Núna er Ásdís María sjúk í að horfa á geðveika sleika í kvikmyndum og fer yfir nokkra af sínum uppáhalds í þessum glænýja þætti af Athyglisbrestinum. Mwah mwah, kiss kiss.

Om Podcasten

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.