Bólusett fyrir ástinni (með Hjalta Vigfússyni)

FYRIRVARI: Þegar við tókum upp þennan þátt vorum við vísvitandi að reyna að skauta fram hjá umræðuefni sem varð síðan ekki hægt að skauta fram hjá þegar #metoo bylgja hófst í kjölfar ásakana á hendur Sölva Tryggva. Við ákváðum að ræða það sem minnst í þættinum því að á þeim tímapunkti var ekkert skýrara komið fram. Bara hlaðvarpið hans þar sem hann neitar öllu. Leikþátturinn. Við viljum ítreka að við stöndum með þolendum ofbeldis, við trúum þeim alltaf. Við skautuðum ekki fram hjá umræðuefninu af meðvirkni með Sölva Tryggvasyni heldur vegna þess að við höfðum ekkert að ræða. Við elskum ykkur öll og viljum búa til samfélag þar sem þolendum er trúað og ofbeldi útrýmt. Gestur: Hjalti Vigfússon. Umræðuefni: allt nema það sem allir eru að tala um.

Om Podcasten

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.