Hekla Elísabet

Það er komið að leiðarlokum.... í bili! Gestur lokaþáttarins var drottningin Hekla Elísabet. Umræðuefni þáttarins var Metoo-ráðstefnan í Hörpu, J-Lo, stráka, kynlíf, vídjóleigur, menntaskólalífið, grunnskólalífið, Guðna Th, Guðna Th og kynlíf. Hvað ef Gréta Thunberg myndi tjá sig um vændi? Væri hún sama woke-queenið þá? Hvaða vegferð er samfélagið á? Við vitum það ekki og þessi lokaþáttur mun ekki svara því!

Om Podcasten

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.