Sendið okkur í útlegð

Þær eru komnar aftur - og þær eru í góðu jafnvægi. SEitthvað extra wholesome þáttur í dag - stelpurnar tóku upp þátt eftir að síðasti þáttur hvarf út í himingeima, þeim líður vel og eru uppfullar af bjartsýni þrátt fyrir að lýðræðið sé blekking - semsagt já, við ræðum nýja ríkisstjórn, þakkargjörðarbæn Kanye West, jólin(edgy) og hvað okkur langar í jólagjöf frá vinnustaðnum okkar (sumsé ykkur - spoiler: Lóu finnst Sölku vanta flotta úlpu). Takk fyrir biðina kæru hlustendur, nú birtir loks til í tækni- og tímamálum. xx

Om Podcasten

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.