The Family Athyglisbrestur(með Ásdísi Maríu og Hjalta Vigfússyni)

Hér er Athyglisbrests-þáttur sem ber nafn með rentu, en til þess að hringja inn hátíðarnar fengum við sanna regulars í þáttinn: Engin önnur en þau Hjalta Vigfússon og Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, enda fá önnur sem geta látið okkur hlæja jafn mikið og á sama tíma gert okkur jafn brjáluð í skapinu <3 Við ræðum einn lélegasta þátt sem gerður hefur verið(spoiler: Það er "And just like that"), plönum áramótapartý með besta þema í heimi, þrætum um hvort Reykjavík sökki eða ekki og förum í svona þúsund hlátursköst auk þess að missa þráðinn um það bil trilljón sinnum. Sönn fjölskyldustund! Næsti þáttur verður eftir jólafrí, við óskum hlustendum gleðilegra jóla með miklu þakklæti fyrir hlustunina á þessu ári - þið eruð best!

Om Podcasten

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.