16. Þáttur - Davíð Már skrifar Kötluseríu

Davíð Már Stefánsson handritshöfundur kíkir í heimsókn og spjallar um vinnu sína við nýjustu sjónvarpsseríu Baltasars Kormáks, sem gerist einu ári eftir að Katla gýs. Óvæntur gestur hringir inn og er mikið niðri fyrir. Strákarnir skúbba leiðindamáli úr bransanum sem gæti leitt til málaferla.

Om Podcasten

Einn heitir Atli, hinn heitir Elías og saman ræða þeir opinskátt um það að vera inní, útúr og við jaðarinn á kvikmyndabransanum á Íslandi.