43. Þáttur - Ungur framleiðandi á Cannes

Atli var valinn á námskeið ungra framleiðanda á kvikmyndahátíðinni í Cannes og við hringjum í Dag Benedikt leikstjóra, ljósamann og handritshöfund og spyrjum hann spjörunum úr en hann sótti sama prógramm 2018. Einnig ræðum við Stockfish og misheppnaða tilraun Elíasar við að koma vel fram í útvarpsviðtali. Til að toppa þetta fer Atli með undurfagurt ljóð í Gullkornum dagsins. PS. Því miður fundum við ekki þáttinn sem við vitnum í, um Berlinale shooting stars prógramið hans Atla, en það er vegna þess að við erum ömurlegir í að skrifa nákvæmar lýsingar á hverjum þætti eins og við erum að skrifa hér.

Om Podcasten

Einn heitir Atli, hinn heitir Elías og saman ræða þeir opinskátt um það að vera inní, útúr og við jaðarinn á kvikmyndabransanum á Íslandi.