55. Þáttur - Spjall við Hannes Þór Halldórsson

Leikstjóri, höfundur, klippari og framleiðandi (og jújú, landsliðsmaður í fótbolta en hver er það ekki?) Hannes Þór Halldórsson kíkir til okkar í spjall niður í Kompu. Þrír prúðir drengir og þrír bjórar á mann. Við ræðum IceGuys, Leynilögguna, Séð&Heyrt og Óróa og allt þar á milli nema það að verja víti frá Lionel Messi -- Í staðinn verjum við tíma okkar í að ræða DVD safnið hans á skrifstofu Atlavík.

Om Podcasten

Einn heitir Atli, hinn heitir Elías og saman ræða þeir opinskátt um það að vera inní, útúr og við jaðarinn á kvikmyndabransanum á Íslandi.