#8 Myrkrahöfðinginn

Hver er raunverulega Myrkrahöfðinginn? Í þætti vikunnar fjallar Bíó Tvíó um kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar frá 1999 sem byggir á Píslarsögu séra Jóns Magnússonar. Hversu oft verður Hilmir Snær harður sem grjót? Hvernig týpa er Hrafn Gunnlaugsson eiginlega? Og ef galdrar eru til í alvöru, hver var það sem lagði bölvun á stjórnendur Bíó Tvíó? Allt þetta – plús réttindabarátta fólks með talgalla – í Bíó Tvíó!

Om Podcasten

Bíó Tvíó er vikulegt hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir. Andrea Björk og Steindór Grétar hafa lagt upp með að horfa á hverja einustu íslensku kvikmynd og ræða um þær af takmarkaðri þekkingu en töluverði ástríðu. Hlaðvarpið var síðast á dagskrá RÚV núll og þar áður á Alvarpinu.