#171 Rétt eða Rangt með Kilo og Hauki H

Óhefluðu rappararnir Kilo og Haukur H eru tveir af vinsælustu gestum Bíóblaðurs og Hafsteinn var því spenntur að gera þátt með þeim saman.   Í þessum sérstaka þætti fá strákarnir 20 kvikmyndafullyrðingar sem þeim finnst annað hvort vera réttar eða rangar. Jim Carrey er fyndnari en Eddie Murphy. Transformers eru svalari en Turtles. 90’s hasarmyndir eru betri en 90’s rapptónlist. Þessar fullyrðingar ásamt fleirum í þessum pakkaða þætti!   Þátturinn er í boði Subway, Sambíóanna, Celsius Energy og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.