#214 Teiknimyndasögur með Birni Elíeser

Björn Elíeser Jónsson, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Porcelain Fortress og fyrrum starfsmaður Nexus, kíkti til Hafsteins í sérstakan teiknimyndasöguþátt.   Björn er mikill kvikmynda og teiknimyndasöguáhugamaður og honum datt í hug að koma með nokkra teiknimyndasögu titla sem myndu virka frábærlega sem kvikmyndir eða sjónvarpsseríur.   Í þættinum ræða strákarnir meðal annars Transmetropolitan og Spider Jerusalem, Alan Moore og Neonomicon, hvort Howard the Duck myndi passa vel með She-Hulk, hversu léleg Black Adam bíómyndin var, Manga, Hentai og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Popp Smells frá Nóa Síríus, Subway og Sambíóanna.

Om Podcasten

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.